Áslaug talar við Dan Brown

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun spjalla við Dan Brown rithöfund …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun spjalla við Dan Brown rithöfund á fimmtudag. Samsett mynd

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun ræða við rithöfundinn Dan Brown í Instagram-þætti sínum Fimmtán mín­út­ur með framúrsk­ar­andi fólki á fimmtudaginn næstkomandi. Útsendingin fer fram á Instagram klukkan 16.

Þetta er þriðji viðmælandi Áslaugar í þáttunum, en hún hefur áður rætt við Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Katrínu Tönju Davíðsdóttur crossfit-stjörnu. 

„Markmiðið er nýta vettvanginn sem ég hef á samfélagsmiðlum til góðs fyrir ungt fólk, fá bæði ráð og heyra hvernig áhugaverðir einstaklingar hafa náð langt. Þess vegna er mjög gaman að fá Dan Brown, hann er auðvitað einn þekktasti rithöfundur heims og það verður mjög gaman að heyra frá honum. Hvernig hann nálgast stór verkefni og hvernig lítil hugmynd varð að heimsfrægum bókum og síðan kvikmyndum,“ segir Áslaug í samtali við mbl.is. 

Brown er líka mikill Íslandsvinur en Áslaug rakst einmitt á hann þegar hann var á landinu í sumar. Þau náðu vel saman að sögn Áslaugar en þau eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á hestum. 

„Við áttum sameiginlegt áhugamál, sem eru hestar. Þannig að við höfðum ýmislegt um að tala og ég er því mjög glöð að fá hann í þetta. Mig langar að fá einstaklinga úr ólíkum áttum sem eru að gera það gott á sínu sviði og fyrstu þrír viðmælendurnir hafa svo sannarlega staðið undir því. Markmiðið er að auka áhuga ungs fólks á samfélaginu, mismunandi störfum og að það hiki ekki við að láta til sín taka og sé óhrætt við að gera það sem það langar til. Dan Brown stendur undir því og hefur náð ansi langt og er hvað þekktastur fyrir Da Vinci Code og Angels & Demons,“ segir Áslaug.

Í síðustu viku stefndi Áslaug að því að tala við fyrirsætuna Ashley Graham, en Graham þurfti að fresta fundinum. Áslaug segir þó að spjallið við Graham sé enn á dagskrá. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal