Opinberaði samband við yngri mann

Vanessa Hudgens.
Vanessa Hudgens. AFP

Leikkonan Vanessa Hudgens opinberaði samband sitt við hafnaboltakappann Cole Tucker. Fyrst fréttist af sambandi þeirra í nóvember en High School Musical-stjarnan staðfesti sambandið á Valentínusardaginn og birti mynd af sér á Instagram kyssa kærastann. 

„Það ert þú, það er ég, það erum við,“ skrifaði hin 32 ára gamla leikkona við myndina af þeim. Tucker sem er 24 ára skrifaði síðan falleg skilaboð við myndina. 

Leikkonan og íþróttastjarnan sáust fyrst haldast í hendur í Los Angeles í nóvember. Á þeim tíma hafði Hudgens gefið aðdáendum sínum vísbendingu um að hún væri búin að finna ástina aftur að því er fram kemur á vef People.

Hudgens hætti með kærasta sínum til níu ára, leikaranum Austin Butler, í janúar í fyrra. Hudgens og Butler eru sögð hafa talað um að trúlofa sig áður en þau hættu saman. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal