Opinberaði sambandið á Valentínusardag

Kendall Jenner opinberaði sambandið við Devin Booker í gær.
Kendall Jenner opinberaði sambandið við Devin Booker í gær. AFP

Ástin hefur verið alltumlykjandi undanfarna daga en Valentínusardagur var í gær. Fyrirsætan Kendall Jener nýtti tækifærið og deildi fyrstu myndinni af sér og kærasta sínum, NBA-leikmanninum Devin Booker, á samfélagsmiðlum í gær. 

Jenner hefur aldrei áður gefið til kynna með beinum hætti að hún sé í sambandi með Booker og svaraði því tíðum spurningum aðdáenda sinna með myndbirtingunni. 

Hún birti mynd af þeim saman þar sem hún liggur skellihlæjandi á eldhúsbekknum og hann hvílir ofan á henni. Hún skrifaði ekkert við myndina en setti eitt hvítt hjarta með. 

Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar