Ástin hefur verið alltumlykjandi undanfarna daga en Valentínusardagur var í gær. Fyrirsætan Kendall Jener nýtti tækifærið og deildi fyrstu myndinni af sér og kærasta sínum, NBA-leikmanninum Devin Booker, á samfélagsmiðlum í gær.
Jenner hefur aldrei áður gefið til kynna með beinum hætti að hún sé í sambandi með Booker og svaraði því tíðum spurningum aðdáenda sinna með myndbirtingunni.
Hún birti mynd af þeim saman þar sem hún liggur skellihlæjandi á eldhúsbekknum og hann hvílir ofan á henni. Hún skrifaði ekkert við myndina en setti eitt hvítt hjarta með.