Leikstjórinn Olivia Wilde er flutt inn með kærasta sínum Harry Styles. Leikstjórinn sást fara með troðfullar töskur út af heimili sínu og fyrrverandi eiginmanns síns, Jasons Sudeikis, í Silver Lake á sunnudag.
Um kvöldið sást hún svo bera töskurnar inn á heimili breska tónlistarmannsins í Hollywood Hills.
Parið byrjaði að stinga saman nefjum þegar hún leikstýrði honum í Don't Worry Darling en tilkynnt var um samband þeirra í byrjun janúar.
Wilde og Sudeikis slitu trúlofun sinni í september á síðasta ári eftir rúmlega sjö ára samband en þau eiga saman soninn Otis sex ára og dótturina Daisy fjögurra ára.