Buxnapils hefur sig til flugs

Kristen Wiig leikur líka hina fölu Fröken vondu í Barb …
Kristen Wiig leikur líka hina fölu Fröken vondu í Barb og Star skreppa til Vista del Mar.

„Barb og Star skreppa til Vista del Mar hefst á svörtum skjá með orðabókarskýringu á enska orðinu culottes, sem er eins konar buxnapils (útvíðar og hnésíðar buxur sem líkjast pilsi). Tvær slíkar litríkar flíkur (en áhorfendur komast að óvæntum eiginleikum þeirra fyrr en varir) prýða furðu listrænt og smekklegt veggspjald myndarinnar við Laugarásbíó en þær lýsa vel sérstæðum persónuleika titilpersónanna,“ segir í upphafi rýni um gamanmyndina um sérkennilega vinkonur sem Annie Mumolo og Kristen Wiig leika, fráskildar konur á fimmtudagsaldri frá bænum Soft Rock í Nebraskaríki.

Þær halda í frí til Flórída á stað sem nefnist Vista del Mar en frásögnin hefst þó með djöfullegu ráðabruggi illmennisins Fröken vondu sem er fannhvít á hörund með svartan stall og alhvít klæði og ætlar sér að drepa alla í Vista del Mar. Helsti leppur hennar er rjómadrengurinn Edgar sem dreymir um að vera opinberlega „á föstu“ með Fröken vondu, skrifar gagnrýnandi.

„Jamie Dornan, sem lék titilgreyið í Fimmtíu gráum skuggum, er skemmtilegt val í hlutverkið og sýnir á sér spaugilega hlið og fær skemmtilegt tónlistaratriði í „Lonely Island“-stíl. Þrátt fyrir sykurhúðað yfirborð er snúðurinn sá með sjálfsmyndarvanda og þarfnast ástar og viðurkenningar. Til að sinna erindi drottnara síns fer Edgar suður með sjó og hittir óvænt fyrir sprellarana Barb og Star á hótelbarnum. Morguninn eftir stjórnlaust fyllerí og alsælu (en dóp og drykkir eru einatt gleðiefni í amerísku gríni af SNL-arfleifðinni og hluti af meðalinu) myndar þríeykið sjónræna samloku á rekkjunni. Seinna sama dag geta stöllurnar ekki viðurkennt hvor fyrir annarri að hugur þeirra leiti til kappans knáa og gera miklar ráðstafanir til að leyna fyrirætlunum sínum. Báðar banka upp á og eiga stefnumót með karli sama kvöld, án þess að hin viti af. Upphefst mikið leynimakk þeirra á milli en hvor um sig uppgötvar nýja spennandi hluti og er þetta skemmtilegasti þráður myndarinnar. Sögn hennar er líklega sú að heiðarleiki sé kjarninn í vináttusamböndum en ekki sé síður mikilvægt að vera sjálfstæður og gefa öðrum andrými endrum og eins,“ segir í gagnrýninni 

Um þær Barb og Star skrifar rýnir, Gunnar Ragnarsson, að persónurnar séu langlífur einkahúmor sem loks hafi verið fundinn farvegur. „Þetta nostur skilar af sér einstökum týpum og vinasambandi. Samleikur þeirra Mumolo og Wiig er frábær og er líkt og þær hafi verið samofnar frá fæðingu,“ skrifar hann. Gunnar ræðir við Helga Snæ Sigurðsson, blaðamann og kvikmyndagagnrýnanda, í nýjasta þætti kvikmyndahlaðvarpsins BÍÓ sem finna má her fyrir neðan. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir