Hefur áhyggjur af Opruh-viðtalinu

Vilhjálmur Bretaprins er sagður vera áhyggjufullur yfir fyrirhuguðu viðtali.
Vilhjálmur Bretaprins er sagður vera áhyggjufullur yfir fyrirhuguðu viðtali. AFP

Breska konungsfjölskyldan hefur áhyggjur af viðtali sem Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan hertogaynja eru að fara í til Opruh Winfrey. Tilkynnt var um viðtalið í vikunni, en það mun fara í loftið hinn 7. mars næstkomandi. 

Samkvæmt heimildarmönnum Page Six er bróðir Harrys, Vilhjálmur Bretaprins, sérstaklega áhyggjufullur en fyrirhugað viðtal er sagt minna fjölskylduna á hið alræmda viðtal sem Díana prinsessa fór í hjá Martin Bashir árið 1995. Þar lét hún meðal annars falla setninguna frægu: „Við vorum þrjú í þessu hjónabandi, svo það var frekar margt um manninn.“

Fréttir af viðtalinu við Opruh koma þó fjölskyldunni ekki í opna skjöldu samkvæmt heimildamanninum heldur hefur fjölskyldan vitað af því í nokkurn tíma. 

Harry og Meghan stigu til hliðar í konungsfjölskyldunni í janúar á síðasta ári og hafa síðan í mars 2020 búið í Bandaríkjunum. Heimildamaðurinn telur þá bræður ekki vera í reglulegum samskiptum, en ákvörðun Harrys og Meghan er sögð hafa valdið illdeilum milli fjölskyldnanna tveggja.

Bræður virtust ekki vera mjög kátir með hvorn annan í …
Bræður virtust ekki vera mjög kátir með hvorn annan í mars á síðasta ári, en stuttu seinna fluttu Harry og Meghan alfarið til Bandaríkjanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal