Um helgina fór fram Íslands- og bikarmeistaramót hjá Dansíþróttasambandi Íslands. Keppt var í fjölmörgum flokkum.
Íslandsmeistaramótið var í latíndönsum í meistaraflokki, bikarmótið í standarddönsum í meistaraflokki. Einnig var haldið grunnsporamót.
Mikil spenna ríkti yfir flokki fullorðinna í latín og ballroom, þar sem tvö efstu sætin í þeim flokkum komust á heims- og Evrópumeistaramót og heims- og Evrópubikarmót.
Það voru þau Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir frá dansdeild HK sem fóru með sigur af hólmi í ballroomdönsum í bikarmótinu.
Nicolo Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir frá Dansíþróttafélag Hafnafjarðar unnu latíndansana.