Franska raftónlistarsveitin Daft Punk hefur sent frá sér nýtt myndband undir heitinu „Epilogue“ eða lokaorð upp á íslensku. Í myndbandinu má sjá þegar dúóið Guy-Manuel de Homem-Christo og Thomas Bangalter, í formi róbótanna sem einkennt hafa vörumerki hljómsveitarinnar, ganga um eyðimörk.
Því næst er kveikt á sjálfstortímingu annars þeirra og í kjölfarið birtast svo skilaboðin „1993-2021“ sem tákna starfstíma sveitarinnar ásamt því sem nýtt lag frá þeim félögum er spilað undir.
Útgefandi dúósins hefur staðfest við erlenda miðla að samstarf þeirra Bangalters og Homem-Christos sé á enda, en hefur ekki viljað gefa frekari skýringar á þeirri ákvörðun.
Daft Punk kom fram á sjónarsviðið árið 1993 með tímamótaplötunni Homework sem hafði að geyma smelli eins og Around the world og Da funk. Síðar kom út Discovery sem skaut þeim enn hærra upp á stjörnuhimininn. Síðar kom platan Human after all og tónleikaplatan Alive 2007 auk Tron: Legacy platan fyrir samnefnda kvikmynd.
Árið 2013 var svo árið sem veldi Daft Punk sprakk út með fjórðu stúdíóplötunni Random access memories og smellinum Get lucky. Lagið fór í efsta sæti vinsældalista í 32 löndum og platan hlaut fimm Grammyverðlaun árið 2014.