Leikarinn Skeet Ulrich sást um helgina á stefnumóti með nýrri konu. Sú heppna heitir Lucy Hale en hún er hvað þekktust fyrir að fara með hlutverk í þáttunum Pretty Little Liars.
Ulrich er 51 árs en Hale 31 árs svo 20 ár skilja þetta nýja par að.
Ulrich og Hale sáust á veitingastaðnum Sweet Butter Cafe í Los Angeles á sunnudag þar sem þau létu vel hvort að öðru.
Ulrich hefur verið giftur tvisvar. Fyrst leikkonunni Georginu Cates og síðar leikkonunni Ameliu Jackson-Gray. Hann á 19 ára gamla tvíbura með Cates.