Öflugir jarðskjálftar hafa riðið yfir suðvesturhornið nú fyrir hádegi. Mörgum virðist bylt við en skjálftarnir hafa fundist vel á öllu höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesskaga og í nærsveitum. Margir hafa tjáð sig um skjálftann á Twitter og er bókin Eldarnir eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur mörgum hugleikin.
Þá var mörgum einnig hugsað til þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar, sem hljóp eftirminnilega úr pontu á Alþingi þegar skjálfti skók höfuðborgarsvæðið í október síðastliðinn.
Var þetta jarðskjálfti? Ég var ekki viss hvort þetta væri það eða bara heimurinn að hrynja eins og venjulega.
— Helgi Hrafn Gunnarsson (@helgihg) February 24, 2021
Þetta ætlar ekki að verða góður dagur hjá Helga Hrafni vini mínum
— Brynjar Níelsson (@BrynjarNielsson) February 24, 2021
Ef þetta heldur áfram mun ég sjá persónulega til þess að Sigríður Hagalín Björnsdóttir fái aldrei aftur að skrifa skáldsögu.
— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) February 24, 2021
Heimsendakvíðinn að kikka inn big tæm hérna
— Silja Björk (@siljabjorkk) February 24, 2021
Í hvert skipti sem landinu er lokað eða það kemur jarðskjálfti á Reykjanesinu þurfum við að leggja 5000 krónur inn á Sigríði Hagalín.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) February 24, 2021
Sá Helga Hrafn hlaupa Miklubrautina rétt í þessu
— Anna Guðjónsdóttir (@annagaua) February 24, 2021
Það er allt of stutt síðan ég las Eldarnir, ástin og aðrar hamfarir til að ég höndli þessa jarðskjálfta í Reykjavík.
— Bryndís Silja (@BryndsSilja) February 24, 2021
Þurfum nýjan alþjóðaflugvöll á Hólmsheiði eftir að Reykjanes hefur núna skilið sig frá Íslandi
— gunnare (@gunnare) February 24, 2021
Fyrsta landið til að losna við covid og sökkva svo í eldhafið.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) February 24, 2021
ég notaði orðið lýsigögn í tölvupósti og þessi skjálftahrina hófst mínútu seinna. Lofa að gera þetta aldrei aftur
— Dr. Silja Bára (@siljabara) February 24, 2021
Var þetta jarðskjálfti? Ég var ekki viss hvort þetta væri það eða bara heimurinn að hrynja eins og venjulega.
— Helgi Hrafn Gunnarsson (@helgihg) February 24, 2021
Alltaf þegar jarðskjálfti ríður yfir og við erum að bíða eftir tölunum þá held ég pínulítið með honum.
— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) February 24, 2021
„Koma svo, við viljum fá háa tölu. Ég hef trú á þér!“