Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn og fyrrverandi forsetafrúin Hillary Clinton mun í október gefa út sína fyrstu skáldsögu. Um er að ræða spennusögu sem fjallar um bandaríska ríkisstjórn í kjölfar fjölda hryðjuverka.
Bókin ber titilinn State of Terror, en aðalsögupersónan er innanríkisráðherrann í ríkisstjórninni. Hún mun koma út þann 12. október 2021. Clinton skrifaði bókina ásamt rithöfundinum Louise Penny.
Clinton var sjálf innanríkisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama árin 2009-2013 og hefur því í djúpan reynslubanka að sækja.
Clinton hefur skrifað og gefið út fjölda bóka og greina í gegnum árin, en þetta er þó hennar fyrsta skáldsaga.