Tveir menn réðust á Ryan Fischer, aðstoðarmann tónlistarkonunnar Lady Gaga, í West Hollywood í Los Angeles í gærkvöldi. Fischer var fyrir utan heimili sitt að viðra hunda söngkonunnar sem er í fríi á Ítalíu.
Árásarmennirnir stálu tveimur af þremur hundum söngkonunnar og hurfu út í nóttina á hvítri BMW bifreið að sögn lögreglunnar. Þegar lögregla kom á vettvang var Fischer með meðvitund en illa haldinn. Hann var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið.
Hundar Lady Gaga eru franskir bolabítar og bera nöfnin Koji, Miss Asia og Gustavo. Árásarmennirnir rændu þeim Koji og Gustavo en Miss Asia kom í leitirnar á vettvangi.
In Hollywood, someone shot a dog walker and tried to steal his or her two French bulldogs just before 10 p.m. Wednesday near Sunset and Sierra Bonita. The dog walker was rushed to the hospital. One dog was found at the scene, but the second was missing. https://t.co/tTLepRnt5V
— NBC Los Angeles (@NBCLA) February 25, 2021