Bók Andra Snæs vekur athygli Westwood

Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason mbl.is/Árni Sæberg

Fatahönnuðurinn Vivienne Westwood minnist á bók Andra Snæs Magnasonar, Um tímann og vatnið, í pistli á bloggsíðu sinni Climate Revolution. Westwood las einnig texta upp úr bókinni í myndskeiði sem hún birti á YouTube. Þar fer hún með texta Andra Snæs um endalok jökulsins Oks. 

Útgefandinn Mark Ellingham sendi Westwood bókina og virðist fatahönnuðurinn frægi hrifinn af Andra Snæ. Westwood minnist á að Andri Snær tileinki börnunum sínum bókina þrátt fyrir hörmungaspár vísindamanna. Fatahönnuðurinn segist vera byrjuð á bókinni og birtir myndir af völdum málsgreinum sem hún merkti við. 

Vivienne Westwood er annt um jörðina.
Vivienne Westwood er annt um jörðina. AFP

„Andri er öflugur maður, virtur á Íslandi, ég sendi honum manifestóið. Kannski Ísland vilji taka við því,“ skrifar Westwood að lokum og á við manifestó hennar sem fjallar um hamfarahlýnun. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir