Lexi Jones, dóttir Davids Bowies og fyrirsætunnar Iman, hefur ekki tíma fyrir perra og ósæmileg skilaboð á netinu. Jones birti nýlega mynd af sér í nýjum sundbol og fékk óumbeðin skilaboð frá fylgjanda.
Jones birti mynd af skilaboðunum sem hún fékk. „Við erum gröð í dag, er það ekki,“ skrifaði fylgjandinn. Við skjáskot af skilaboðunum skrifaði Jones: „Það er svo góð tilfinning að elska líkama sinn eftir að hafa hatað hann og vanvirt í mörg ár. Ég skammast mín ekkert fyrir að elska hvernig ég lít út í þessum kúrekasundbol, en það er skammarlegt að þú getir snúið því upp í eitthvað sem er svo lágkúrulegt. Þú ert einfalt rusl og það er sorglegt að vita að það er til fleira fólk eins og þú. Fokkaðu þér,“ skrifaði Jones.
Jones verður 21 árs á þessu ári og minnir fylgjendur sína reglulega á að njóta þess að vera ungur og ekki flýta sér að fullorðnast.