Búin að skrifa 60 lög um skilnaðinn

Kelly Clarkson.
Kelly Clarkson. AFP

Tónlistarkonan Kelly Clarkson hefur notað skilnað sinn við Brandon Blackstock sem innblástur í tónlistarsköpun. Í skilnaðinum hefur hún samið 60 lög sem fjalla á einn eða annan hátt um skilnaðinn. 

Clarkson sótti um skilnað við Blackstock í júní á síðasta ári eftir tæplega sjö ára hjónaband. Síðan þá hafa þau tekist á um fjármálin í gegnum lögfræðinga sína. 

„Ég er búin að skrifa um 60 lög. Það er klikkað að koma svona magni frá sér. Ég held að þetta sé ákveðin blessun. Í hvert skipti sem maður gengur í gegnum eitthvað er svo magnað að geta beint tilfinningunum eitthvað, sama hvort fólk muni heyra eitthvað af þessum lögum eða ekki,“ sagði Clarkson í vitðali við Entertainment Tonight

Clarkson vinnur nú að plötu en segist þurfa að spyrja sig margs áður en hún gefur hana út, bæði persónulegra spurninga og spurninga tengdra viðskiptahlutanum. 

„Sama hvað gerist þá er þetta algjör gjöf. Ég skil ekki hvernig  og nú skal ég bara segja það hreint út  hvernig fólk tekst á við sorg eins og skilnað, eða hvaða sorg sem er, án þess að fá útrás sem þessa,“ sagði Clarkson.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka