„Kominn tími til“

Chloe Zhao sést hér taka við verðlaununum rafrænt.
Chloe Zhao sést hér taka við verðlaununum rafrænt. AFP

Mikill fögnuður greip um sig meðal fólks af asískum uppruna þegar Chloé Zhao skráði sig á spjöld sögunnar með því að verða fyrsta asíska konan til að hljóta Golden Globe-verðlaunin fyrir leikstjórn í gærkvöldi fyrir kvikmyndina Nomadland. Myndin var einnig valin besta drama myndin á hátíðinni sem fór fram rafrænt í ár. 

Chloé Zhao er fædd í Kína en hún er önnur konan sem er valin leikstjóri ársins á Golden Globe. Sú fyrsta var Barbara Streisand árið 1984. Streisand óskaði Zhao til hamingju á Twitter með þessum orðum: „Kominn tími til.“

Í ár gerðist það í fyrsta skipti að fleiri en ein kona var tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leikstjórn því auk Zhao voru þær Regina King og Emerald Fennell einnig tilnefndar.

Myndin segir frá Fern, sem Frances McDormand leikur, sem býr í litlum bæ í Nevada. Hún heldur af stað í ferðalag á sendiferðabíl eftir að hafa tapað öllu í kreppunni miklu. Hún kannar tilveruna utan við hið hefðbundna samfélag og lifir lífinu eins og nútímahirðingi.

Nomadland hlaut þrenn verðlaun samtaka gagnrýnenda, Critics' Circle, þegar þau voru afhent í London í byrjun febrúar. Nomadland var valin besta mynd ársins, Frances McDormand var valin besta leikkonan og leikstjórinn Zhao hreppti verðlaun fyrir besta handrit. Nomadland hafði áður hlotið Gullna ljónið á Feneyjahátíðinni. McDormand var hins vegar ekki valin leikkona ársins í gærkvöldi því það var Andra Day fyrir túlkun á einni helstu jazzsöngkonu sögunnar, Billie Holiday, í kvikmyndinni The United States vs. Billie Holiday.

Sacha Baron Cohen ásamt Isla Fisher þegar hann tekur við …
Sacha Baron Cohen ásamt Isla Fisher þegar hann tekur við verðlaununum fyrir Borat Subsequent Moviefilm. AFP

Mynd Sacha Baron Cohen, Borat Subsequent Moviefilm, var valin besta grínmyndin og Cohen besti leikarinn. 

Frétt BBC

Netflix-þáttaröðin The Crown bar höfuð og herðar yfir aðra sjónvarpsþætti á Golden Globe í gærkvöldi enEmma Corrin var valin besta leikkonan í fjórðu þáttaröðinni um bresku konungsfjölskylduna og Josh O'Connor besti leikarinn. Gillian Anderson var valin best í aukahlutverki en hún fór með hlutverk Margaret Thatcher.

Emma Corrin.
Emma Corrin. AFP

Kanadíska sjónvarpsþáttaröðin Schitt's Creek var valin besta gamanþáttaröðin og Catherine O'Hara besta leikkonan í gamanþáttaröð fyrir hlutverk sitt í þáttunum. 

The Queen's Gambit á Netflix var valin besta stutta þáttaröðin og aðalleikkonan í þáttunum, Anya Taylor-Joy, var valin sú besta í stuttum þáttaröðum. Alls hlutu Netflix-þáttaraðir sex verðlaun á hátíðinni. 

Josh O'Connor.
Josh O'Connor. AFP
Anya Taylor-Joy.
Anya Taylor-Joy. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir