Ingunnarskóli og Seljaskóli í úrslit

Ingunnarskóli og Seljaskóli komust áfram í úrslit hæfileikakeppninnar Skrekks í gær þegar fyrstu undanúrslit voru haldin í Borgarleikhúsinu. Áfram verður keppt til úrslita í kvöld og annað kvöld.

Átján grunnskólar taka þátt í Skrekk í ár, sex þeirra stigu á svið í gærkvöldi en það voru Austurbæjarskóli, Réttarholtsskóli, Ingunnarskóli, Norðlingaskóli, Seljaskóli og Breiðholtsskóli. Átta skólar munu svo keppa til úrslita þann 15. mars.

Um 400 unglingar taka þátt í á frumsömdum atriðum sinna skóla og spreyta sig í leiklist, söng, dansi, hljóðfæraleik, búningahönnun, förðun ljósum, hljóði og annarri sviðsvinnu.

Atriði Ingunnarskóla nefnist Af hverju má ég ekki bara vera ég? og Seljaskóla: Sköpun jarðar áfram í úrslit. 

Undanúrslitakvöldin verða sýnd í vefútsendingu á UngRÚV en úrslitakvöldið verður í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV. 

Dómnefnd í undanúrslitum skipa þau Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður, Sigurður Andrean Sigurgeirsson dansari, Rakel Björk Björnsdóttir leikkona,  Bryndís Gunnlaugsdóttir frá Ungmennaráði Samfés og Sif Gunnarsdóttir, formaður dómnefndar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach