Komið fram við Britney eins og barn

Vinkonurnar Britney Spears og Paris Hilton.
Vinkonurnar Britney Spears og Paris Hilton. Samsett mynd

Hótelerfinginn Paris Hilton segist ekki geta ímyndað sér hvernig það sé að vera í sporum söngkonunnar og vinkonu sinnar Britney Spears. Hún segir að það hafi verið komið fram við Spears eins og barn allt hennar líf og það sé ekki sanngjarnt. 

Hilton ræddi um mál vinkonu sinnar í hlaðvarpsþætti sínum This Is Paris nýlega. Þar ræddi hún meðal annars um lögráðamannsmál hennar sem hefur farið hátt í fjölmiðlum undanfarnar vikur. 

„Ég er ekki búin að tala við hana í nokkra mánuði. Ég er ekki einu sinni búin að horfa á myndina enn, því ég er búin að vera svo upptekin. En ég hef heyrt að hún sé rosalega sorgleg,“ sagði Hilton. 

Hún segir að Spears sé yndisleg manneskja með stórt hjarta og hún finni til með henni. „Ég get bara ekki ímyndað mér að láta stjórna mér svona. Þegar þú ert fullorðin, búin að vinna allt líf að því að byggja upp þetta veldi, og síðan er komið fram við þig eins og barn, það er bara ekki sanngjarnt,“ sagði Hilton. 

Hilton og Spears hittust síðastliðið sumar og fóru meðal annars út að borða. Í viðtali þá sagði Hilton að þær ræddu aldrei lögráðamálið sín á milli. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup