Líklegt þykir að eldgos hefjist innan nokkurra klukkustunda á Reykjanesskaga en jarðskjálftar hafa hrist suðvesturhornið síðastliðna vikuna. Margir hafa tjáð sig um mögulegt eldgos á samfélagsmiðlum í dag og var þá fundur Almannavarna nú klukkan fjögur í brennidepli.
Þá hugsar þjóðin til fréttakonunnar og rithöfundarins Sigríðar Hagalín Björnsdóttur sem gaf út skáldsöguna Eldarnir fyrir jólin. Í henni fjallaði hún einmitt um jarðskjálfta og eldsumbrot á Reykjanesskaga og þykir fólki hún óþarflega sannspá.
Held að enginn rithöfundur á Íslandi hafi fengið jafn góða ókeypis kynningu á nýjustu bók sinni líkt og Sigríður Hagalín. #eldgos
— Matti Matt (@mattimatt) March 3, 2021
Sigríður Hagalín er algjörlega að klúðra því að plögga bókinni sinni í þessum fréttatíma
— Jónas Már (@JTorfason) March 3, 2021
Ég legg til að Sigríður Hagalín skrifi næst bók um það sem gerist þegar Ísland vinnur Eurovision #eldgos
— Halldór Þorsteinsson (@NOTHalldor) March 3, 2021
Líður eins og barni sem horfir á eftir foreldrum á fæðingardeildina. Skil ekki allt. Mikið stendur til. Ekki trufla með einhverjum spurningum, ný hugtök á sveimi, "óróapúls að mælast" og "gossprungustaðsetning", sérfræðingar eru að skoða málið. Skýrist eftir nokkra klukkutíma.
— Árni Helgason (@arnih) March 3, 2021
Það eru fullar Teslur af áhrifavöldum á leiðinni að Keili að berjast um fyrstu instagrammyndina með gos í bakgrunni. Þetta fólk er upp til hópa illa klætt, en mjög vel snyrt.
— Pétur Jónsson (@senordonpedro) March 3, 2021
Búið ykkur undir yfirlýsingu frá Þórólfi og Kára þar sem þeir staðfesta að eldgosið sé off. Við erum búin að standa okkur svo vel í skjálftvörnum að það tekur því ekki. #eldgos
— Sunna V. (@sunnaval) March 3, 2021
Sigríður Hagalín að spurja spurninga á blaðamannafundinum eins og hún viti þetta ekki allt nú þegar 😎😎😎
— Solveig Óskarsdóttir (@solveigoskarsd) March 3, 2021
Mikið hlakka ég samt til að setja á Chernobyl soundtrackið hennar Hildar Guðna og fylgjast með þessu úr fjarska. Stimmung.
— Oddur Bauer (@oddurbauer) March 3, 2021
Hvaða áhrifavaldur verður fyrstur til að gera makeup tutorial af eldgosinu
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) March 3, 2021
Óróapúls í mönnum
— Matthías Aron (@maolafsson) March 3, 2021
Ég er sko búin að fæða barn í þessari jarðskjálftahrinu. Hef ekki miklar áhyggjur af eldgosi eða hvernig við mæðgin tökumst á við það.
— Dagny Aradottir Pind (@dagnyara) March 3, 2021
Já góðan og blessaðan daginn velkominn á þennan blaðamannafund, við vitum ennþá ekki neitt nema kannski er hraun og já við getum ekki spáð í framtíðina frekar en í gær svo já sviðsmyndirnar eru enn þær sömu og allt getur gerst
— Adda (@addathsmara) March 3, 2021
Takk fyrr
Víðir: slakið á, ekkert að sjá hjá Keili, mjög blautt og erfitt að keyra að.
— Olga Cilia (@olgacilia) March 3, 2021
Íbúar Íslands: Challenge accepted 😎
Sýnist áreiðanlegasta greiningin vera:
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) March 3, 2021
Ef af gosi verður og það byrjar að gjósa, þá fer að gjósa.
Okkar besti Víðir, fer frá því að hvetja fólk fallega til að fylgja samkomutakmörkunum í að hvetja fólk fallega til að þyrpast ekki að gjósandi fjalli.
— Birna Anna (@birnaanna) March 3, 2021