Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian mun halda húsi sínu og Kanyes Wests eftir skilnað þeirra. Húsið er í Hidden Hills-hverfinu í Los Angeles en það telur tæpa 1.400 fermetra.
Kardashian sótti um skilnað við West í febrúar síðastliðinn eftir sex ára hjónaband. Þau eiga fjögur börn saman, þau North, Saint, Chicago og Psalm.
Húsið keyptu þau hjónin á 20 milljónir bandaríkjadala árið 2014 og eyddu öðru eins í að gera það upp. Ástæðan fyrir því að Kardashian fær húsið eftir skilnaðinn er sú að þau vilja að börnin þeirra fjögur búi áfram í sama húsi og þau hafa búið í frá fæðingu. Hún fer þó ekki ein með forræði yfir börnunum en hefur sótt um sameiginlegt forræði yfir þeim.
West hefur ekki eytt miklum tíma í húsinu undanfarið árið en hann hefur dvalið lengi á búgarði þeirra í Wyoming sem þau festu kaup á árið 2019.