Höfðu áhyggjur af hörundslit Archies

Harry og Meghan veittu Oprah Winfrey viðtal, sem sýnt var …
Harry og Meghan veittu Oprah Winfrey viðtal, sem sýnt var í nótt. AFP

Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, sakaði í kvöld bresku konungsfjölskylduna um að hafa haft áhyggjur af því hversu dökka húð Archie, sonur hennar og Harrys prins, myndi fá. Þá gaf hún til kynna að þær áhyggjur hefðu haft áhrif á þá ákvörðun að gera Archie ekki að prinsi, líkt og önnur barnabarnabörn drottningarinnar.

Ásakanirnar komu fram í viðtali hennar og Harrys við bandarísku sjónvarpsstjörnuna Opruh Winfrey, sem sýnt var í nótt, en segja má að viðtalið hafi vakið mikla athygli vestanhafs.

Spurði Oprah sérstaklega um hverjir hefðu haft þær áhyggjur, og sagðist Meghan ekki vilja gefa það upp, þar sem það yrði mjög skaðlegt fyrir viðkomandi. Mun Harry prins hins vegar hafa heyrt þær af fyrstu hendi frá viðkomandi.

Börn og barnabörn drottningarinnar verða sjálfkrafa að prinsum og prinsessum, en ekki barnabarnabörn. Drottningin hefur hins vegar vald til þess að útnefna þau sem slík. Það var ekki gert þegar Archie fæddist í maí 2019, og var gefið í skyn á þeim tíma að það væri svo hann gæti alist upp sem óopinber persóna.

Meghan sagði hins vegar að sú ákvörðun hefði ekki verið að þeirra undirlagi, en hún þýddi um leið að Archie ætti ekki rétt á öryggisgæslu frá breskum stjórnvöldum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir