Leikarinn Nicolas Cage gekk að eiga Riko Shibata í lítilli athöfn í síðasta mánuði á Wynn-hótelinu í Las Vegas. Þetta er fimmta hjónaband Cage.
Töluverður aldursmunur er á hinu nýgiftu hjónum en Cage varð 57 ára í janúar á þessu ári en Shibata er 26 ára. Þau kynntust fyrst í Japan fyrir meira en ári.
Cage var áður giftur Eriku Koike en það hjónaband stóð aðeins í 63 daga þar sem Cage sakaði hana um að hafa gifst sér peninganna vegna. Hann fékk því skilnað á mettíma. Þar á undan var hann kvæntur Alice Kim, þau skildu eftir 12 ára hjónaband árið 2016. Á undan því var hann giftur Lisu Marie Presley en þeirra hjónaband stóð aðeins í tvö ár. Fyrsta hjónaband hans var með Patriciu Arquette sem hann kvæntist árið 1995. Þau skildu 2001.