MacKenzie Scott gekk að eiga vísindakennara

Hjónin Dan Jewett og MacKenzie Scott.
Hjónin Dan Jewett og MacKenzie Scott. Af Giving pledge-vefnum

Milljarðamæringurinn og rithöfundurinn MacKenzie Scott, sem er ein ríkasta kona heims, gekk nýlega í hjónaband með raungreinakennaranum Dan Jewett en hann kennir við skólann sem börn hennar og fyrrverandi eiginmanns hennar, Jeffs Bezos, stunda nám við.

Scott hefur meðal annars komist í fréttirnar fyrir að hafa gefið yfir fjóra milljarða bandaríkjadala af auðæfum sínum til góðra málefna. Greint var frá hjónabandinu á mannúðarvefnum Giving Pledge.

BBC vísar í tilkynningu frá stofnanda Amazon, Jeff Bezos, þar sem hann gleðst með fyrrverandi eiginkonu og Jewett. „Dan er frábær náungi og ég samgleðst þeim báðum.“

Eignir Scott eru metnar á um 53 milljarða dala samkvæmt Forbes en hún hefur lýst því yfir að hún ætli að gefa meirihluta fjárins til mannúðarverkefna. 

Scott og Bezos voru gift í aldarfjórðung og kom hún að stofnun Amazon árið 1994. Hún hefur jafnframt skrifað tvær skáldsögur. Þegar þau skildu árið 2019 átti Bezos 16% hlut í Amazon og runnu 4% til hennar við skilnaðinn.
Hún býr í Seattle ásamt fjórum börnum og eiginmanni. Vefurinn Giving Pledge var settur upp fyrir milljarðamæringa sem vilja gefa stóran hluta eigna sinna til mannúðarmála.
Sjá nánar á vef BBC
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal