Mörgum spurningum ósvarað

Harry og Meghan opnuðu sig í viðtali við Opruh Winfrey.
Harry og Meghan opnuðu sig í viðtali við Opruh Winfrey. AFP

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja sögðu Opruh Winfrey frá erfiðu lífi innan bresku konungsfjölskyldunnar í löngu sjónvarpsviðtali í gær. Viðtalið skildi eftir margar ósvaraðar spurningar sem munu án efa vera ofarlega á baugi í fjölmiðlum á næstunni. 

Hvernig bregst breska konungsfjölskyldan við?

Buckingham-höll hefur verið þögul sem gröfin. Konungsfjölskyldan brást ekki við völdum köflum úr þættinum sem sýndir voru í síðustu viku í kynningarskyni. Um helgina töldu sérfræðingar ólíklegt að höllin svaraði fyrir sig nema ákveðnir aðilar væru teknir fyrir.

Þrátt fyrir þögnina eru alvarlegar staðhæfingar í viðtalinu. Meghan segist hafa glímt við sjálfsvígshugsanir á meðan hún var ólétt, fundist hún einangruð og ekki fundið fyrir stuðningi. Kynþáttafordómar í konungsfjölskyldunni eru alvarlegar ásakanir og verður fylgst vel með Vilhjálmi og Katrínu eiginkonu hans en þau eru dugleg að tala fyrir bættri andlegri heilsu. 

Hver er með kynþáttafordóma?

Harry vildi ekki fara nákvæmlega út í það hver það var í fjölskyldunni sem hafði áhyggjur af hörundslit Archies áður en hann fæddist. Fólk veltir því þó fyrir sér og er þessi ásökun ekki talin hjálpa konungsfjölskyldunni að aðlagast nútímalegu lífi og viðhorfum. 

Hvar reyndi Meghan að fá hjálp?

Í viðtalinu sagðist Meghan hafa leitað aðstoðar hjá háttsettum aðila innan konungsfjölskyldunnar þegar hún glímdi við sjálfsvígshugsanir. Ekkert var gert fyrir hana. Hver var þetta sem hún leitaði til og af hverju fékk hún ekki meiri hjálp við að aðlagast nýju lífi? Ekki er hægt að líta fram hjá líkindum í aðstæðum Meghan og Díönu prinsessu, móður Harrys. 

Viðtalið fór í loftið í Bandaríkjunum í nótt.
Viðtalið fór í loftið í Bandaríkjunum í nótt. AFP

Of mikill skaði skeður?

Frásögn hjónanna verður varla til þess að samskipti þeirra við konungsfjölskylduna skáni. Fjölskyldan var þegar í sárum eftir að Harry og Meghan ákváðu að segja sig frá konunglegum störfum sínum. Harry greindi frá því að Karl faðir hans hefði hætt að svara símtölum hans eftir að þau yfirgáfu Bretland í fyrra. Mun sárið einhvern tímann gróa? Munu bræðurnir sættast? Munu þær Meghan og Katrín verða vinkonur eftir ósætti rétt fyrir brúðkaup Harrys og Meghan? Þessar spurningar verða í brennidepli á komandi misserum. 

Viðtalið við Harry og Meghan er á forsíðum erlendra blaða.
Viðtalið við Harry og Meghan er á forsíðum erlendra blaða. AFP

Hver fann fyrir afbrýðisemi?

Harry gaf í skyn að fjölskyldumeðlimur hefði verið afbrýðisamur út í vinsældir Meghan árið 2018 en þá fóru þau í opinbera heimsókn til Ástralíu og Nýja-Sjálands. Hver var það? Af hverju? Getur það útskýrt þróun mála? Svipuð staða koma upp þegar Karl Bretaprins og Díana prinsessa heimsóttu Ástralíu árið 1983 og er efnið tekið fyrir í fjórðu þáttaröð Krúnunnar á Netflix. 

Eiga Harry og Meghan afturkvæmt?
Eiga Harry og Meghan afturkvæmt? AFP

Hvað með eineltisásakanir?

Viðtalið var tekið upp áður en þær fréttir bárust að Buckingham-höll ætlaði að rannsaka ásakanir þess efnis að Meghan hefði lagt starfsfólk í einelti. Meghan hefur neitað þessu og sakar höllina um að breiða út ósannindi um hana. Hvað gerðist í raun og veru? Þeirri spurningu er enn ósvarað. 

Hvað með föður Meghan?

Meghan sleit sambandi við föður sinn í kringum brúðkaup hennar og Harrys vorið 2018. Ástæðan er samband hans við breska fjölmiðla. Thomas Markle hefur aldrei hitt Harry né afasoninn Archie. Meghan fékk engar spurningar um samband þeirra. 

Hvað á dóttir þeirra að heita?

Í viðtalinu greindu þau Harry og Meghan frá því að þau ættu von á dóttur. Hvað á stúlkan að heita?

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar