Faðir Meghan segist enn elska dóttur sína

Meghan hertogaynja af Sussex talar ekki við föður sinn.
Meghan hertogaynja af Sussex talar ekki við föður sinn. AFP

Thomas Markle, faðir Meghan hertogaynju af Sussex, mætti í viðtal í sjónvarpsþættinum Good Morning Britain í morgun. Viðtalið var svar hans við viðtali Opruh Winfrey við Harry og Meghan. Markle segist enn elska dóttur sína en þau hættu að talast við í kringum brúðkaup Harrys og Meghan vorið 2018. 

Feðginin hafa ekki sömu söguna að segja um samband sitt. Í viðtalinu í morgun sagðist faðir Meghan hafa beðist hundrað sinnum afsökunar á því að hafa gert samning við götuljósmyndara fyrir brúðkaup Harrys og Meghan. Síðan þá hefur hann þó tjáð sig við breska fjölmiðla og mætt í sjónvarpsviðtöl. Hann hótar því að halda því áfram ef þau svara honum ekki. 

Harry og Meghan sökuðu bresku konungfjölskylduna og breska fjölmiðla um kynþáttafordóma. Faðir Meghan, sem er bandarískur, er ekki á þeirri skoðun. Hann vonast til þess að spurningin um hörundslit hafi bara verið heimskuleg, ekkert meira en það. 

Herra Markle sagðist hafa brugðist dóttur sinni en sagði einnig að dóttir hans hefði brugðist sér þegar hún hætti að tala við hann þegar hann lá á spítala. Herra Markle neitaði því að dóttir hans hefði misst hann. „Ég verð alltaf til staðar fyrir hana, ég er þarna fyrir hana núna ef hún vill mig,“ sagði faðir Meghan og sagði allt fólk gera mistök. 

Thomas Markle nýtti sjónvarpsviðtalið til þess að hvetja dóttur sína til þess að heimsækja sig. „Ég biðst afsökunar á því sem ég gerði. Þetta var fyrir tveimur árum. Ég hef reynt að laga þetta. Ég er aðeins 113 kílómetra í burtu. Ég hef aldrei hætt að elska hana. Ég er ekki alltaf sammála öllu því sem börnin mína gera en ég mun alltaf elska þau. Ég mun alltaf elska Meghan.“

Frétt Daily Mail

Thomas Markle hætti við að mæta í brúðkaup Harry og …
Thomas Markle hætti við að mæta í brúðkaup Harry og Meghan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þráir öryggi í samböndum þínum en eitthvað hefur það gengið brösuglega hingað til. Þú lætur gott af þér leiða í dag og færð hrós fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þráir öryggi í samböndum þínum en eitthvað hefur það gengið brösuglega hingað til. Þú lætur gott af þér leiða í dag og færð hrós fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
5
Torill Thorup