Karl neitaði að tjá sig um viðtalið

Karl Bretaprins tjáði sig ekki um viðtal Harry og Meghan …
Karl Bretaprins tjáði sig ekki um viðtal Harry og Meghan í dag. AFP

Karl Bretaprins hélt áfram að sinna opinberum störfum í dag eins og ekkert hefði ískorist og viðtal Opruh Winfrey við Harry og Meghan hefði aldrei átt sér stað. Heimurinn bíður með andann á lofti eftir viðbrögðum frá Buckingham-höll. 

„Hvað fannst þér um viðtalið?“ spurði blaðamaður prinsinn í dag að því er fram kemur á vef Hello. Karl brosti bara og svaraði ekki spurningunni. Karl var að kynna sér bólusetningarmiðstöð í Lundúnum þegar hann lét spurninguna sem vind um eyru þjóta. 

Í viðtalinu við Opruh Winfrey lýstu Harry og Meghan því hvernig Meghan var neitað um viðeigandi hjálp þegar hún glímdi við sjálfsvígshugsanir. Einnig sögðu þau frá kynþáttafordómum. 

Harry Bretaprins opnaði sig einnig um samband sitt við Karl föður sinn. Hann sagði Karl hafa neitað að svara símtölum sínum. Hann viðurkenndi að þeir ættu eftir að vinna úr ýmsu og hann vildi gjarnan bæta sambandið við föður sinn.

Hertogahjónin Harry og Meghan.
Hertogahjónin Harry og Meghan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir