Kynþáttahatur fjölmiðlanna stærsta ástæðan

Forsíður bresku blaðanna í gærmorgun.
Forsíður bresku blaðanna í gærmorgun. AFP

Hertoginn af Sussex, Harry prins, segir að kynþáttahatur af hálfu slúðurblaðanna sem smitaðist út í samfélagið sé stór hluti ástæðunnar fyrir því að hann og eiginkona hans, Meghan, hafi yfirgefið Bretland.

Þetta kom fram í viðtali Oprah Winfrey við þau hjónin. Harry segir að breskir slúðurmiðlar séu hleypidómafullir og skapi eitrað umhverfi óttastjórnunar. Hann segist telja að faðir hans, Karl Bretaprins, hafi þurft að friðmælast við þá.

Samtök ritstjóra eru þessu ekki sammála samkvæmt BBC og segja fjölmiðla í Bretlandi ekki hleypidómafulla og að þeir haldi þeim ríku og valdamiklu „á tánum“.

Fylgst með viðtalinu í sjónvarpi.
Fylgst með viðtalinu í sjónvarpi. AFP

Meghan segir að samfélagsmiðlar hafi orðið til þess að samskiptin við fjölmiðla hafi orðið eins og villta vestrið og að fjölmiðla- og samskiptasviði konungsfjölskyldunnar hafi mistekist að verja hana og Harry fyrir lygum um þau. 

Líkt og fjallað hefur verið um á mbl.is sem og öðrum fjölmiðlum vakti viðtal Oprah Winfrey við hjónin mikla athygli en það var sýnt í bandarísku sjónvarpi á sunnudag en í Bretlandi og Íslandi í gærkvöldi. 

Þar greindu þau frá kynþáttaníði, andlegri vanlíðan, sambandinu við fjölmiðla og bresku konungsfjölskylduna.

Meghan Markle og Harry eiginmaður hennar.
Meghan Markle og Harry eiginmaður hennar. AFP

Meðal annars greindi Meghan frá því að lífið innan hirðarinnar hafi verið svo erfitt að hún vildi einfaldlega ekki lifa lengur. 

Að Harry hafi verið spurður af ættingja út í hörundslit sonar þeirra, Archie. Winfrey greindi síðar frá því að þessi ættingi væri ekki Elísabet Englandsdrottning né heldur Filippus eiginmaður hennar.

Harry og Meghan eiga von á stúlku í sumar og eins kom fram að þau hafi skipst á heitum í athöfn sem erkibiskupinn af Kantaraborg stýrði í garðinum þeirra þremur dögum áður en þau giftu sig með formlegum hætti í maí 2018.

Að sögn Harry situr Vilhjálmur bróðir hans í súpunni og því kerfi sem er við lýði innan konungsfjölskyldunnar. Harry segir að í byrjun síðasta árs hafi fjölskyldan skrúfað fyrir  greiðslur til hans og Meghan og að faðir hans hafi hætt að svara símtölum frá honum. Þrátt fyrir þetta segist Harry elska bróður sinn og vilji bæta sambandið við hann og föður þeirra. Meghan sagði einnig frá því að hún hefði hringt í drottninguna í síðasta mánuði þegar Filippus var lagður inn á sjúkrahús.

AFP

Blaðafulltrúi forseta Bandaríkjanna, Jen Psaki, segir að það hafi þurft hugrekki til að segja þessa sögu sem fram kom í viðtalinu og að ræða andlega vanlíðan. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur ekki viljað tjá sig um það sem kom fram í viðtalinu annað en að hann hafi alltaf dáðst að drottningunni og því sameiningarhlutverki sem hún gegni. Það sé ekki hlutverk forsætisráðherra að tjá sig um málefni innan konungsfjölskyldunnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup