Fimm ár eru liðin frá því að Lisa Marie Presley sótti um skilnað við eiginmann sinn Michael Lockwood. Ekkert bólar þó á formlegum skilnaði en í nýjum gögnum sem Presley skilaði inn kemur fram að Lockwood neitar að skrifa undir pappírana.
Presley sótt um skilnað í júní 2016. Hún segir að það sé engin leið að bjarga hjónabandinu og hefur nú óskað eftir því að hjúskaparstaða þeirra verði aðskilin öðrum lögfræðilegum vandamálum sem hafa komið upp í hjónabandinu.
Skilnaðurinn hefur verið flókinn en Lockwood sótti um greiðslur frá Presley eftir skilnaðinn. Hún neitaði og vann það mál fyrir dómara því þau gerðu kaupmála árið 2007.
Presley og Lockwood gengu í það heilaga árið 2006 og eiga saman tvíburana Finley og Harper.