Piers Morgan segir upp störfum

Piers Morgan hefur sagt upp störfum í morgunþættinum Good Morning …
Piers Morgan hefur sagt upp störfum í morgunþættinum Good Morning Britain. AFP

Breski sjón­varps­maður­inn Piers Morg­an hefur sagt upp störfum sínum í fréttaþættinum Good Morning Britain.

Daily Mail greinir frá og segir hann hafa orðið slaufunarmenningu (e. cancel culture) að bráð eftir að hann lét ummæli um Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, falla þess efnis að hann tryði ekki orði sem hún segði í viðtali þeirra hjóna við Opruh Winfrey.

Morg­an stóð svo upp og gekk út í beinni út­send­ingu í morg­unþætt­in­um Good Morn­ing Britain í morg­un þegar Alex Beres­ford gagn­rýndi hann fyr­ir að tala illa um Markle.

Yfir 40 þúsund kvartanir bárust Ofcom, eftirlitsstofnun með fjölmiðlum og fjarskiptum í Bretlandi, vegna ummæla og hegðunar Morgans. Ofcom tilkynnti í dag að ummælin yrðu rannsökuð eftir kvartanaflóðið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir