Breski sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan stóð upp og gekk út í beinni útsendingu í morgunþættinum Good Morning Britain í morgun. Morgan fékk nóg þegar annar þáttarstjórnandi, Alex Beresford, gagnrýndi hann fyrir að tala illa um Meghan hertogaynju af Sussex.
Sjónvarpsviðtal Opruh Winfrey við Harry og Meghan var til umræðu. Alex Beresford benti á að Meghan hefði átt rétt á því að hætta samskiptum við Morgan en hertogaynjan og Morgan voru vinir áður en hún kynntist Harry Bretaprins. Eftir að Meghan hætti samskiptum við Morgan hefur hann nýtt hvert tækifæri til þess að tala illa um hana.
Hinn kjaftfori Morgan sat í mynd í morgun án þess að segja mikið en endaði á því að standa upp og rjúka á dyr. Þriðji þáttarstjórnandinn, Susanna Reid, skipti í auglýsingar fyrr en áætlað var vegna uppákomunnar.
Hér má sjá Morgan yfirgefa beina útsendingu.