Segir sjálfsvígshugsanir ekki afsaka slæma hegðun

Samantha Markle hraunaði yfir systur sína Meghan hertogaynju í tveimur …
Samantha Markle hraunaði yfir systur sína Meghan hertogaynju í tveimur viðtölum. skjáskot/Twitter/jeremyvineon5

Samantha Markle, hálfsystir Meghan hertogaynju af Sussex, segir að sjálfsvígshugsanir systur hennar geti ekki afsakað hversu illa hún kom fram við hana og föðurfjölskylduna. Hertogaynjan greindi frá því í viðtalinu við Opruh Winfrey að hún hefði upplifað mikla vanlíðan og íhugað að svipta sig lífi á tímabili. 

Systir hennar virðist lítið vorkenna henni ef marka má orð hennar í viðtali við Inside Edition í gær. Þá kom það illa við Samönthu að Meghan skyldi orða það svo að hún væri einbirni og óskaði þess að hún ætti systkini. 

„Ég veit ekki hvernig hún getur sagt að ég þekki hana ekki og hún sé einbirni,“ sagði Samantha í viðtalinu og dró fram myndir til að sanna mál sitt. „Við eigum myndir af okkur saman í gegnum lífið. Hvernig getur hún ekki þekkt mig?“ spurði Samantha. 

Hún segir að framkoma systur hennar við konungsfjölskylduna sé keimlík framkomu hennar við sína eigin föðurfjölskyldu og hún hafi litla samkennd með henni. „Þunglyndi er ekki afsökun fyrir að koma fram við fólk eins og borðtuskur og henda þeim,“ sagði Samantha. 

Í öðru viðtali við ástralska útvarpsþáttinn Fifi, Fev and Nick í gær sagði Samantha að sér þætti Meghan haga sér eins og manneskja með sjálfsástarpersónuleikaröskun og að Harry virtist illa haldinn af Stokkhólmsheilkenninu. 

„Ég vorkenni Harry. Hún reif hann burt frá fjölskyldunni, öllum vinunum og öllu lífinu sem hann þekkti. Hann minnir mig á gísla í höndum mannræningja sem fara að trúa því að líf þeirra hafi verið skelfilegt og þeir verða ástfangnir af mannræningjanum,“ sagði Samantha. 

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á hjálp­arsíma Rauða kross­ins, 1717. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218.

Samantha sagði Meghan vera með sjálfsástarpersónuleikaröskun og Harry illa haldinn …
Samantha sagði Meghan vera með sjálfsástarpersónuleikaröskun og Harry illa haldinn af Stokkhólmsheilkenninu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar