Fáar, fjölbreyttar og frábærar

Úr kvikmyndinn Schwesterlein.
Úr kvikmyndinn Schwesterlein.

Þýskir kvikmyndadagar hefjast í Bíó Paradís á föstudag, 12. mars, og eru þeir nú haldnir í tólfta sinn í samstarfi við Goethe-Institut Dänemark og þýska sendiráðið á Íslandi. Dagarnir standa yfir til 21. mars og verða allar myndir hátíðarinnar, sex talsins, sýndar með enskum texta bæði í bíóinu og á netleigu þess, Heimabíó Paradís. 

Ása Baldursdóttir.
Ása Baldursdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Minna er meira 

Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri kvikmyndahússins, segir að hugsunin að baki hátíðinni sé, nú sem fyrr, að minna sé meira. Myndirnar séu sérstaklega valdar á hátíðina og þær bestu sem komið hafi út af þýskum bíómyndum á liðnu ári. „Þetta er okkar vörumerki fyrir Þýska kvikmyndadaga, að vera með það besta af árinu, fáar myndir og þetta er fjölbreytt og æðislegt,“ segir Ása.

Opnunarmyndin er stórmynd, að sögn Ásu, Berlin Alexanderplatz eftir leikstjórann Burhan Qurbani. Handrit hennar er byggt á þekktri og samnefndri skáldsögu Alfreds Döblins og sagan færð til nútímans þar sem innflytjandi frá Vestur-Afríku er aðalpersóna. „Hún á heima á hvíta tjaldinu, þetta er mjög kvikmyndaleg upplifun að sjá þessa karaktera, þessa sögu og alla þessa mismunandi stíla í kvikmyndahúsi,“ segir Ása. Qurbani breyti sögunni með því að beina sjónum að innflytjendum frá Afríku í Þýskalandi og blandi auk þess saman ólíkum stílum kvikmyndagreina og vísi í þær.

Rætt er við Ásu um Þýska kvikmyndadaga í nýjasta þætti kvikmyndahlaðvarpsins BÍÓ hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir