Spáði fyrir um örlög Meghan

Grínistinn John Oliver spáði fyrir um erfitt líf Meghan í …
Grínistinn John Oliver spáði fyrir um erfitt líf Meghan í bresku konungfjölskyldunni. Samsett mynd

Sjónvarpsþáttastjórnandinn og grínistinn John Oliver spáði nokkuð nákvæmlega fyrir um örlög Meghan hertogaynju af Sussex. Oliver, sem er Breti en starfar í Bandaríkjunum, sagði rétt fyrir brúðkaup Harry og Meghan að sjálfur myndi hann aldrei ganga í bresku konungsfjölskylduna. 

Viðtal við Oliver frá því í febrúar 2018 hefur farið á flug eftir viðtal Opruh Winfrey við Harry og Meghan. 

„Ég myndi ekki áfellast hana fyrir að hætta við á síðustu stundu,“ sagði Oliver í spjallþætti Stephen Colbert. „Ég held að þú þurfir ekki að sjá nema fyrsta þáttinn af Krúnunni til þess að átta sig á því að hún gæti verið að gifta sig inn í fjölskyldu sem gæti valdið henni tilfinningalegum erfiðleikum.“

Oliver lét ekki þar við sitja og lýsti bresku konungfjölskyldunni sem fólki sem er í grundvallaratriðum gallað með óþroskaða tilfinningagreind. Starf þess væri einnig fáránlegt og yfirborðskennt. „Það er það sem hún er að gifta sig inn í. Svo ég vona að hún kunni vel við það. Þetta verður skrítið fyrir hana. Ég myndi ekki kvænast inn í konunglegu fjölskylduna. Ég er alþýðumaður. Ég væri ekki velkominn – sérstaklega ekki eftir það sem var að segja.“

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Oliver. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar