Breski sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan stendur við ummælin sem hann lét falla um Meghan hertogaynju af Sussex í morgunþættinum Good Morning Britain á mánudag. Morgan gagnrýndi Meghan harðlega og sagðist ekki trúa orði af því sem hún sagði í viðtalinu fræga við Opruh Winfrey. Hann stormaði svo út úr þættinum í beinni útsendingu þegar þáttastjórnandinn Alex Beresford gagnrýndi hann fyrir að tala illa um hana.
Tilkynnt var í gær að Morgan hefði sagt upp störfum í fréttaþættinum en Morgan stendur enn við orð sín. Alls bárust yfir 41 þúsund kvartanir vegna orða Morgans.
„Á mánudag sagðist ég ekki trúa orði af því sem Meghan Markle sagði í Opruh viðtalinu sínu. Ég hef haft tíma til að hugsa um þessa skoðun mína, og ég trúi henni ekki enn þá,“ skrifaði Morgan í færslu á Twitter. „Tjáningarfrelsi er hæð sem ég er tilbúinn til að deyja á,“ bætti Morgan við.
On Monday, I said I didn’t believe Meghan Markle in her Oprah interview. I’ve had time to reflect on this opinion, and I still don’t. If you did, OK. Freedom of speech is a hill I’m happy to die on. Thanks for all the love, and hate. I’m off to spend more time with my opinions. pic.twitter.com/bv6zpz4Roe
— Piers Morgan (@piersmorgan) March 10, 2021