Vaknaði einn daginn og ákvað að hætta

Selena Gomez.
Selena Gomez. AFP

Leik- og söngkonan Selena Gomez hefur lengi átt í „haltu mér, slepptu mér sambandi“ við samfélagsmiðla. Hún segir frá því í nýju viðtali við Vogue að hún hafi einn daginn fengið sig fullsadda af samfélagsmiðlum. 

„Ég vaknaði einn morguninn og skoðaði Instagram, eins og hver önnur manneskja, og ég fékk nóg,“ sagði Gomez. „Ég var þreytt á því að lesa eitthvað hræðilegt. Ég var þreytt á því að horfa á líf annarra. Eftir þessa ákvörðun fann ég ákveðið frelsi. Lífið fyrir framan mig var líf mitt og ég var meira til staðar og gæti ekki verið ánægðari með það.“

Síðustu ár hefur Gomez verið gagnrýnin á samfélagsmiðla og áhrif þeirra. Hún hefur ekki bara talað fyrir því hvernig kvíði eykst með notkun samfélagsmiðla. Hún hefur til dæmis beint sjónum sínum að því hvernig rangar upplýsingar flæða um samfélagsmiðla í tengslum við kórónuveiruna og forsetakosningar í Bandaríkjunum. 

Selena Gomez.
Selena Gomez. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar