Ætlar aldrei aftur á Grammy-verðlaunahátíðina

The Weeknd ætlar ekki að mæta á Grammy-verðlaunahátíðina nema tilnefningafyrirkomulaginu …
The Weeknd ætlar ekki að mæta á Grammy-verðlaunahátíðina nema tilnefningafyrirkomulaginu verði breytt. AFP

Tónlistarmaðurinn The Weeknd ætlar aldrei aftur að mæta á Grammy-verðlaunahátíðina. Tónlistarmaðurinn tók þessa ákvörðun eftir að hann var ekki tilnefndur til verðlauna í ár þrátt fyrir að eiga ein vinsælustu lögin síðastliðið árið. 

The Weeknd hefur harðlega gagnrýnt hátíðina síðan í ljós kom að hann myndi ekki hljóta tilnefningu. Í nýrri tilkynningu segir hann að hann muni ekki leyfa útgáfufyrirtækinu sínu að senda lögin hans inn til dómnefndar Grammy-verðlaunanna. 

Grammy-verðlaunin verða afhent á sunnudagskvöldið. 

Í tilkynningunni sagði The Weeknd enn fremur að hann ætlaði ekki að mæta aftur á hátíðina fyrr en akademían leysti upp „leynilegar nefndir“ sem ákveða stóran hluta tilnefninganna. 

Grammy-verðlaunin eru þekkt fyrir að vera með ógegnsæja atkvæðagreiðslu þar sem nefndir ákveða tilnefningar til 72 verðlauna af 83. Þá er á huldu hverjir sitja í nefndunum. 

Fleiri hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag í vikunni en tónlistarmaðurinn Zayn Malik lét líka í sér heyra. 

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar