Hvað eru mannréttindi?

Högni Egilsson.
Högni Egilsson. mbl.is/Árni Sæberg

Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson tók lagið og sagði vel valin orð áður en leikur KR og Vals í Dominosdeild karla í körfubolta fór fram gærkvöldi. Högni, sem spilaði körfubolta með Val, fjallaði um mál spænska rapparans Pablos Haséls og tjáningarfrelsið. Leikmenn liðanna spiluðu í sokkum til styrktar mannréttindastarfi Amnesty International.

Sokkarnir sem körfuboltakapparnir klæddust eru hannaðir af Bergi Guðnasyni fatahönnuði og á þeim stendur „Hvað eru mannréttindi?“. Með viðburðinum vildi Íslandsdeild Amnesty International vekja athygli á að það eitt að tjá skoðanir sínar eru mannréttindi sem eru varin í alþjóðalögum. Aðgerðasinnar frá Háskólafélagi Amnesty International söfnuðu undirskriftum fyrir mál Pablos Haséls.

Spán­verj­inn Pablo Hasél var hand­tek­inn í febrúar og gert að sæta níu mánaða fang­elsis­vist eft­ir að hafa verið fund­inn sek­ur um að veg­sama hryðju­verk, og fyr­ir ærumeiðandi um­mæli í garð spænsku krún­unn­ar og rík­is­stofn­ana. Málið sner­ist um röð twitter­færslna þar sem Hasél kallaði Spán­ar­kon­ung­inn fyrr­ver­andi, Jó­hann Karl fyrsta, mafíu­leiðtoga og sakaði lög­reglu um að hafa pyntað og myrt mót­mæl­end­ur og flótta­menn.

Viðburðurinn fór vel fram, mikill fjöldi undirskrifta safnaðist og sokkar seldust vel. Auk Bergs hönnuðu þær Anita Hirlekar og Aldís Rún sokka fyrir Amnesty. Hægt er að nálgast sokkana á vef Íslandsdeildar Amnesty, í Kiosk í Granda­garði, versl­unum Hagkaups og Ungfrúnni góðu.

Brynjar Þór Björnsson leikmaður KR í sokkunum frá Amnesty.
Brynjar Þór Björnsson leikmaður KR í sokkunum frá Amnesty. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar