Íslendingur samdi tónlistina fyrir Opruh-viðtalið

Viðtalið sem Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja veittu Opruh Winfrey …
Viðtalið sem Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja veittu Opruh Winfrey hefur farið út um víða veröld. AFP

Viðtal Opruh Winfrey við Harry Bretaprins og Meghan hertogaynju hefur valdið miklum usla undanfarna daga og hefur fengið gríðarlega mikla athygli um allan heim. Kvikmyndatónskáldið Bjarni Biering Margeirsson samdi tónlistina sem hljómaði undir í viðtalinu. 

Lagið sem um ræðir ber titilinn Sunshine In The East og er af plötunni Dust sem Bjarni gaf út í samstarfi við danska fyrirtækið Stereo Royal en fyrirtækið vinnur með bandarísku fyrirtæki við að selja tónlist til bandarískra sjónvarpsstöðva. 

„Ég fékk bara email um að þetta yrði notað. Við vissum ekki að þetta yrði svona stórt viðtal, eða þetta hefði alltaf verið stórt viðtal, en kannski ekki svona stórt. Þeir segja að það sé búið að horfa meira á þetta en Superbowl. Síðan er búið að selja þetta út um allan heim núna,“ segir Bjarni í samtali við mbl.is.

Bjarni Biering Margeirsson, kvikmyndatónskáld.
Bjarni Biering Margeirsson, kvikmyndatónskáld. Ljósmynd/Aðsend

Bjarni er með meistaragráðu í tónsmíðum en hann semur mikið af tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Hann bjó í tæpan áratug í London en flutti hingað heim í lok árs 2019. Hann er með stúdíó á Granda í Reykjavík þar sem hann semur tónlist sína. 

Tónlist Bjarna þykir greinilega mjög konungleg en þetta er ekki í fyrsta skipti sem lag eftir hann hljómar í tengslum við hertogahjónin af Sussex. „Þetta er bara mjög fínt. Það er fínt að semja tónlist fyrir Opruh,“ segir Bjarni. 

Bjarni mun halda tónleika í samstarfi við plötufyrirtækið Curious Music hinn 21. mars næstkomandi en þeim verður streymt beint á vef Outer/Most.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fá sektarkennd yfir öllu sem þú gerir fyrir sjálfan þig. Vita skaltu að það eru tvær hliðar á öllum málum og báðar eiga rétt á sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fá sektarkennd yfir öllu sem þú gerir fyrir sjálfan þig. Vita skaltu að það eru tvær hliðar á öllum málum og báðar eiga rétt á sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton