Enn munu túrar lúra

Paul Stanley á tónleikum í Staples Center í Los Angeles …
Paul Stanley á tónleikum í Staples Center í Los Angeles fyrir réttu ári. Síðan hefur Kiss verið í vari. AFP

Hver hefði trúað því að fjölmennustu tónleikar í heimi ættu eftir að verða haldnir á Íslandi? Einmitt það átti sér stað á dögunum, alltént lét listamaðurinn sem kom fram á téðum tónleikum, Víkingur Heiðar Ólafsson píanóvirtúós, í það skína í samtölum við fjölmiðla. Ugglaust hafa ófáir litið Víking öfundaraugum enda bíða tónlistarmenn um heim allan, klassískir og rokkarar, eftir því með öndina í hálsinum að komast aftur á túr.

Víkingur Heiðar Ólafsson leikur fyrir fleiri áheyrendur en kapparnir í …
Víkingur Heiðar Ólafsson leikur fyrir fleiri áheyrendur en kapparnir í Kiss um þessar mundir. Morgunblaðið/Einar Falur

Einn þeirra er Paul Stanley, söngvari og gítarleikari gömlu glyströllanna í Kiss, en hann leit við í spjall á Beinastöðinni (e. 107,7 The Bone) vestur í Bandaríkjunum í vikunni. „Rokktónleikar eins og við höldum þá – í tónleikahöllum eða á íþróttaleikvöngum – eru ekki í sjónmáli. Allir sem halda að þeir séu á leiðinni á stóra tónleika á næstunni lifa í blekkingu,“ sagði Stanley sem staðfesti þó að Kiss myndi hugsa sér til hreyfings þegar það verður óhætt og klára lokalokalokatúr sinn.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson