Neituðu bótóxsögu um Katrínu en hunsuðu Meghan

Svilkonurnar Katrína og Meghan.
Svilkonurnar Katrína og Meghan. AFP

Omid Scobie, höfundur bókarinnar Finding Freedom sem fjallar um Harry og Meghan, opinberar tölvupóst frá Meghan til starfsmanna konungshallarinnar í pistli á vef Harper's Bazaar. Í póstinum virðist Meghan biðja um að gróusögur um hana verði leiðréttar. Höllin varð ekki við beiðni hennar þrátt fyrir að leiðrétta annað eins um Katrínu hertogaynju. 

Scobie heyrði margar sögur um að Harry og Meghan fyndu ekki fyrir stuðningi þegar hann var að skrifa bók sína. Háttsettur starfsmaður konungsfjölskyldunnar sagði Scobie hins vegar að allt hefði verið gert fyrir Meghan. 

Meghan kvartaði undan því í viðtali við Opruh að konungfjölskyldan neitaði að leiðrétta rangar sögusagnir um hana sem stuðluðu að slæmri ímynd. Í viðtalinu fræga nefndi hún sem dæmi að Katrín hefði grætt sig en fjölmiðlar sögðu söguna akkúrat öfugt. 

Þrátt fyrir að höllin neitaði að leiðrétta sögur um Meghan var hægt að senda út yfirlýsingu árið 2019 þess efnis að Katrín hefði ekki farið í bótox. Harry og Meghan urðu einnig pirruð þegar Kensington-höll krafðist þess að Harry skrifaði undir yfirlýsingu þess efnis að Vilhjálmur hefði ekki verið leiðinlegur við hertogahjónin af Sussex. 

Meghan og Harry fengu ekki sömu meðferð og Vilhjálmur og …
Meghan og Harry fengu ekki sömu meðferð og Vilhjálmur og Katrín. AFP

„Ef við erum bara að henda út hvaða yfirlýsingu sem er núna getur KH þá kannski loksins leiðrétt þetta með mig,“ á Meghan að hafa skrifað til starfsmanns konungsfjölskyldunnar. Scobie gefur í skyn að þarna hafi Meghan átt við þá þá sögu að hún hafi grætt Katrínu. „En eins og með margar beiðnir hjónanna var tillaga hennar hunsuð. Hertogaynjan af Cambridge ætti ekki að vera dregin inn í slúður,“ skrifaði Scobie.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar