Hildur Guðnadóttir hlaut Grammy-verðlaunin

Hildur Guðnadóttir hlaut Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í Jókernum.
Hildur Guðnadóttir hlaut Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í Jókernum. AFP

Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Grammy-verðlaun nú í kvöld fyrir tónlist sína í stórmyndinni um Jókerinn. Hún hefur áður hlotið Óskarsverðlaun, Golden Globe-verðlaun og BAFTA-verðlaun fyrir tónlistina í myndinni.

Hildur var tilnefnd til verðlauna fyrir bestu tónlist í sjónrænum miðlum, en sá flokkur nær yfir kvikmyndir, tónlist og tölvuleiki.

Hún var einnig tilnefnd til verðlauna fyrir verkið „Bathroom Dance“ í öðrum flokki en vann ekki til þeirra verðlauna.

Hægt er að fylgjast með Grammy-hátíðinni í beinni útsendingu en engir gestir eru á hátíðinni í ár vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Hildur ávarpaði hátíðina í gegnum fjarfundabúnað og sagðist þakklát fyrir verðlaunin.

Þetta er í annað skiptið sem Hildur hlýtur Grammy-verðlaun en á síðasta ári vann hún til þeirra verðlauna fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl.

Daníel Bjarnason og Sinfóníuhljómsveit Íslands voru tilnefnd fyrir besta tónlistarflutning hljómsveitar fyrir flutning og hljómsveitarstjórn á plötunni Concurrence en unnu ekki til verðlauna að þessu sinni.

Fréttin hefur verið uppfærð.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Loka