Tónlistarkonan Adele þarf ekki að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum, Simon Konecki, framfærslueyri eftir skilnaðinn. Nýlega var greint frá því að Adele væri formlega skilin.
Þau munu fara með sameiginlegt forræði yfir syni sínum, Angelo, sem er átta ára og hvorugt þeirra þarf að greiða meðlagsgreiðslur. Þá þarf Adele ekki að greiða honum framfærslueyri eftir skilnaðinn en hún er töluvert efnaðri en hann.
Adele sótti um skilnað í september árið 2019 en þá höfðu þau aðeins verið gift í rúmt ár. Fyrir það höfðu þau þó verið saman í sex ár.