Eldarnir efstir á metsölulistum

Eins manns dauði er annars manns brauð en blessunarlega er …
Eins manns dauði er annars manns brauð en blessunarlega er ósennilegt að nokkur maður týni lífi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Sigríður Hagalín Björnsdóttir selur þó bækur í stæðum. mbl.is

Umræðan um jarðelda á Reykjanesskaga virðist hafa hleypt miklum glæðum í sölu á skáldsögu Sigríðar Hagalín Björnsdóttur, sem heitir Eldarnir  ástin og aðrar hamfarir. 

Bókin trónir á toppi metsölulista bókabúðar Forlagsins og er þó gefin út af bókaútgáfunni Benedikt. Þá er skáldsagan einnig efst á aðalmetsölulista Eymundssonar, ef frá eru taldir erlendir reyfarar. Raunsæti hennar þar er númer sex.

Í bók­inni seg­ir frá því þegar jarðskjálft­ar skekja Reykja­nesskaga og eld­fjöll vakna til lífs­ins eft­ir hlé í 800 ár. Mörgu í þess­ari lýs­ingu þykir svipa til jarðhrær­inga suður með sjó síðustu daga.

Útgefandi bókarinnar sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrir skemmstu að ráðast hefði þurft í endurprentun á Eldunum til að anna þessari endurglæddu eftirspurn eftir bókinni. Bókasafnsvörður kvaðst þá vera með öll sín tólf eintök í útláni og marga óþreyjufulla Kópavogsbúa á biðlista.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar