Húsvíkingar í skýjunum

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri í Norðurþingi segir það ekki hafa …
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri í Norðurþingi segir það ekki hafa komið á óvart að lagið Húsavík yrði tilnefnt til Óskarsverðlaunanna. Samsett mynd

„Sveitarstjóranum líst gríðarlega vel á þetta,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, um tilnefningu lagsins Húsavík til Óskarsverðlaunanna. Tilkynnt var um tilnefningar til Óskarsverðlaunanna í dag en verðlaunin verða afhent þann 25. apríl.

„Það er ekkert óvænt í þessu vali. Þetta er auðvitað mesta yfirburðalag sem hefur verið samið, “ segir Kristján en lagið er úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Kvikmyndin var að hluta til tekin upp á Húsavík en hún var frumsýnd á streymisveitunni Netflix síðasta sumar. 

„Þetta er óskaplega gaman og eiginlega ekki annað hægt að segja en að þessi athygli sem við höfum fengið út á þetta lag og þessa mynd sé enn að gefa og sé auðvitað til framtíðar litið frábært tækifæri fyrir okkur,“ segir Kristján. 

Húsvíkingar gáfu út myndband fyrir nokkrum vikum þar sem þeir vöktu athygli á að lagið væri á stuttlista akademíunnar og biðluðu til hennar að veita Húsavík verðlaunin. Kristján segist mjög ánægður með myndbandið.

„Það vakti enn meiri athygli á okkur hérna svo það er allt til fyrirmyndar í því,“ segir Kristján.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir