Íslenska suttmyndin Já-fólkið, eða Yes-People, er tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki bestu teiknuðu stuttmyndanna.
Stuttmyndin er eftir Gísla Darra Halldórsson sem leikstýrði, skrifaði handritið og framleiddi myndina ásamt Arnari Gunnarssyni.
Í Já-fólkinu er íbúum í blokk fylgt eftir í einn dag. Stuttmyndin var valin besta íslenska stuttmyndin á RIFF á síðasta ári.
Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru tilkynntar í dag en verðlaunin verða afhent 25. apríl næstkomandi.
Yes-People (teaser) from Gísli Darri on Vimeo.