Mank hlaut flestar tilnefningar til Óskarsins

Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru opinberaðar í dag.
Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru opinberaðar í dag. AFP

Kvikmyndin Mank hlaut alls 10 tilnefningar til Óskarsverðlaunanna. Tilnefningarnar til verðlaunanna voru tilkynntar í dag. David Fincher er leikstjóri myndarinnar sem byggist á ævi Hermans J. Makiewicz sem skrifaði ófáar hollywoodmyndirnar. 

Sex kvikmyndir fengu jafnmargar tilnefningar, eða sex tilnefningar hver. Þær eru The Father, Judas and the Black Messiah, Minari, Nomadland, Sound of Metal og The Trial of the Chicago 7. 

Óskarsverðlaunin verða afhent hinn 25. apríl næstkomandi.

Íslenskur fulltrúi

Íslenska stuttmyndin Já-Fólkið, eða Yes-People, er tilnefnd í flokki stuttra teiknimynda en Gísli Darri Halldórsson leikstýrði stuttmyndinni, skrifaði handritið og framleiddi hana ásamt Arnari Gunnarssyni. 

Þá er lagið Húsavík úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest  The Story of Fire Saga tilnefnt. Lagið heitir eftir bænum Húsavík en kvikmyndin var tekin upp þar í bæ og eru söguhetjur kvikmyndarinnar ættaðar þaðan. 

Tilnefndur eftir andlát sitt

Leikarinn Chadwick Boseman var tilnefndur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Ma Rainey's Black Bottom. Boseman lést í ágúst síðastliðnum úr krabbameini en hann var 43 ára gamall. 

Boseman er sá fjórði til að vera tilnefndur til Óskarsins í flokki bestu leikara í aðalhlutverki eftir andlát sitt en leikararnir James Dean, Peter Finch, Spencer Tracy og Massimo Troisi voru allir tilnefndir eftir dauða sinn. Finch var þó sá eini sem vann verðlaunin. 

Boseman var tilnefndur til fernra SAG-verðlauna og vann bæði GoldenGlobe- og Critics Choice-verðlaunin fyrr á þessu ári. Ekkja hans, Taylor Simone Ledward, tók við verðlaununum fyrir hans hönd. 

Chadwick Boseman er tilnefndur í flokki leikara í aðalhlutverki.
Chadwick Boseman er tilnefndur í flokki leikara í aðalhlutverki. AFP

Allar tilnefningar

Kvik­mynd árs­ins

The Father

Judas And The Black Messiah

Mank

Minari

Nomadland

Promising Young Woman

Sound Of Metal

The Trial Of The Chicago 7

Leik­ari í aðal­hlut­verki

Riz Ahmed

Chadwick Boseman

Antony Hopkins

Gary Oldman

Steven Yeun

Leik­ari í auka­hlut­verki

Sacha Baron Cohen

Daniel Kaluuya

Leslie Odom Jr

Paul Raci

Lakeith Stanfeld

Leik­kona í aðal­hlut­verki

Viola Davis

Andra Day

Vanessa Kirby

Frances McDormand

Carey Mulligan

Leik­kona í auka­hlut­verki

Maria Bakalova

Glenn Close

Olivia Colman

Amanda Seyfried

Yuh-Jung Youn

Teikni­mynd í fullri lengd

Onward

Over The Moon

A Shaun the Sheep Movie

Soul

Wolfwalkers

Teikni­mynd  stutt

Burrow 

Genius Loci

If Anything Happens I Love You

Opera

Yes-People

Kvik­mynda­taka

Judas and The Black Messiah

Mank

News Of the World

Nomadland

The Trial Of the Chicago 7

Bún­inga­hönn­un

Emma

Ma Rainey's Black Bottom

Mank Mulan 

Pinoccchio

Leik­stjórn

Thomas Vinterberg

David Fincher

Lee Isaac Chung

Chloe Zhao

Emerald Fennell

Heim­ild­ar­mynd í fullri lengd

Collective

Crip Camp

The Mole Agent

My Octopus Teacher

Time

Heim­ild­ar­mynd – stutt

Colette

A Concerto Is A Conversation

Do Not Split

Hunger Ward

A Love Song For Natasha

Klipp­ing

The Father

Nomadland

Promising Young Woman

Sound Of Metal

The Trial Of The Chicago 7

Er­lend kvik­mynd

Another Round  Danmörk

Better Days  Hong Kong

Collective  Rúmenía

The Man Who Sold His Skin  Túnis

Quo Vida, Aida?  Bosnía og Hersegóvína

Förðun og hár

Emma

Hillbilly Elegy

Ma Rainey's Black Bottom

Mank

Pinocchio

Kvik­mynda­tónlist

Da 5 Bloods

Mank

Minari

News of the World

Soul

Lag

Fight For Me, Judas

Hear My Voice, Chicago 7

Húsavík, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga

Io Si, The Life Ahead

Speak Now, One Night In Miami

Sutt­mynd  leik­in

Feeling Through

The Letter Room

The Present

Two Distant Strangers

White Eye

Fram­leiðslu­hönn­un

The Father

Ma Rainey's Black Bottom

Mank

News Of The World

Tenet

Tækni­brell­ur

Love and Monsters

The Midnight Sky

Mulan

The One and Only Ivan

Tenet

Hand­rit byggt á út­gefnu efni

Borat Subsewuent Moviefilm

The Father

Nomadland

One Night In Miami

The White Tiger

Frum­samið hand­rit

Judas and the Black Messiah

Minari

Promising Young Woman

Sound of Metal

The Trial of the Chicago 7

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
4
Eva Björg Ægisdóttir