Rúrik heldur áfram að trylla þýsku þjóðina

Rúrik Gíslason hefur brætt hjörtu þýsku þjóðarinnar í þremur þáttum …
Rúrik Gíslason hefur brætt hjörtu þýsku þjóðarinnar í þremur þáttum af Let's Dance. Skjáskot/Instagram

Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason tekur nú þátt í dansþáttunum Let's Dance í Þýskalandi. Rúrik virðist vera kominn langleiðina með að bræða hjörtu þýsku þjóðarinnar þó aðeins þrír þættir séu búnir. 

Rúrik dansar við hina þýsku Renötu Lusin og virðist parið ná einstaklega vel saman. Rúrik sló gjörsamlega í gegn í fyrsta þættinum og var fjallað um það í þýskum fjölmiðlum að þótt Rúrik væri fótboltamaður væru mjaðmir hans mjúkar sem smjör.

Í öðrum þætti hlutu þau Rúrik og Lusin hæstu einkunn af öllum keppendum og nú um helgina fengu þau næstflest stig í þættinum. 

Það þarf ekki að leita lengi í þýskum fjölmiðlum til að finna fréttir um Rúrik þar sem honum er lýst sem einstaklega kynþokkafullum dansara. Það er þó ekki bara þokki Rúriks sem heillar Þjóðverja heldur einnig danshæfileikar hans en Lusin sagði: „Ef þú leggur allt í sölurnar, þá geturðu orðið besti dansarinn sem við höfum séð,“ að loknum þætti á föstudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir