Bræður farnir að tala saman

Samband bræðranna Harry og Vilhjálms er stirt um þessar mundir.
Samband bræðranna Harry og Vilhjálms er stirt um þessar mundir. AFP

Sjónvarpskonan Gayle King sagði í The Morning á CBS í morgun að Harry Bretaprins og Vilhjálmur Bretaprins væru farnir að tala saman aftur. Sagði hún þá hafa spjallað saman um helgina en samræðurnar hefðu ekki verið árangursríkar. 

Þá sagði King að Harry hefði einnig rætt við föður sinn, Karl Bretaprins. Þótt samræðurnar hafi ekki verið árangursríkar væru þeir ánægðir með að vera byrjaðir að tala saman aftur. 

Mikið hefur gengið á í bresku konungsfjölskyldunni undanfarnar vikur. Í viðtali hjá Opruh Winfrey sem sýnt var á sunnudaginn fyrir viku sakaði Harry meðal annars fjölskyldu sína um kynþáttafordóma. Eiginkona hans, Meghan hertogaynja af Sussex, lýsti mikilli vanlíðan og sagðist hafa glímt við sjálfsvígshugsanir þegar þau Harry bjuggu enn í Bretlandi. 

„Enginn í konungsfjölskyldunni hefur enn talað við Meghan. Og ég held það sé erfitt fyrir þau að heyra umræðu um kynþáttafordóma í konungsfjölskyldunn þegar það eina sem þau vildu var að fá krúnuna til að grípa inn í og biðja fjölmiðla að hætta að skrifa ónákvæmar og ósannar sögur með rasískum undirtóni,“ sagði King.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar