Húsavík slær í gegn í Suður-Kóreu

Suður-Kóreskur kvartett sló í gegn með Húsavík.
Suður-Kóreskur kvartett sló í gegn með Húsavík. Skjáskot/YouTube

Lagið Húsavík, sem í gær var tilnefnt til Óskarsverðlauna, hefur verið að gera gott mót um allan heim, ekki síst í Suður-Kóreu. Hér fyrir neðan má sjá suðurkóreskan kvartett taka lagið á suðurkóresku sjónvarpsstöðinni JTBC Entertainment. 

Athygli vekur að söngvarar kvartettsins ná íslenska hluta lagsins gríðarlega vel. Svo má sjá í myndbandnu hér að neðan að lagið er ekki alveg óþekkt í Suður-Kóreu þar sem áhorfendur virðast kunna textann og syngja með. 

140 þúsund manns hafa horft á flutning kvartettsins í suðurkóresku söngvakeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar