Mun ekki lifa fram að jólum

Sarah Harding.
Sarah Harding. Skjáskot/Instagram

Girls Aloud-stjarnan Sarah Harding segir lækna sína hafa sagt sér að hún muni ekki lifa fram að jólum. Harding er með brjóstakrabbamein sem hefur dreift sér um líkamann. Hún vinnur nú að því að gefa út sjálfsævisögu sína en The Times birti kafla úr bókinni á dögunum. 

„Læknirinn minn sagði mér í desember síðastliðnum að þetta væru örugglega síðustu jólin mín,“ skrifar Harding.

Hún segir í bókinni að hún hafi ekki viljað nákvæma greiningu og niðurstöður heldur vill hún bara lifa lífinu og njóta hverrar sekúndu, eins lengi og hún getur. 

„Ég fæ mér alveg eitt til tvö vínglös til að komast í gegnum í gegnum þetta allt því það hjálpar mér að slaka á. Ég er á þeim tímapunkti að ég veit ekki hversu marga mánuði ég á eftir. Hver veit, kannski á ég eftir ða koma öllum á óvart, en ég horfi þannig á hlutina,“ skrifaði Harding.

Í bókinni segir hún einnig frá því að hún hafi fengið blóðsýykingu á meðan hún var í krabbameinsmeðferðinni. Þá hafi læknar hennar þurft að setja hana í dá og í öndunarvél. 

Í viðtali við The Times sagði Harding að fyrst þegar hún fann fyrir einkennum hefði hún ekki viljað fara til læknis af því það var heimsfaraldur. Hún greindi frá því í ágúst á síðasta ári að hún hefði greinst með krabbamein fyrr á árinu. 

Með því að segja sögu sína vill hún hvetja aðra til að leita strax til læknis ef þeir finna fyrir einkennum. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar